Mikið er rætt og ritað um samningamál nokkurra þekktustu nafna Liverpool. Samningar Virgil van Dijk, Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold renna allir út eftir tímabilið.
Á hverjum fréttamannafundi er Arne Slot stjóri Liverpool spurður út í stöðuna á samningamálum þessara leikmanna.
„Þið fáið aftur leiðinlegt svar frá mér. Við tölum ekki um samningamálin á þessum fréttamannafundum," sagði Slot sem var spurður að því hvort þessi mál hefðu truflandi áhrif á hann og liðið?
„Nei þetta truflar ekki. Við vinnum með leikmannahópnum og einbeitum okkur að því að ná því besta út úr þeim."
Á hverjum fréttamannafundi er Arne Slot stjóri Liverpool spurður út í stöðuna á samningamálum þessara leikmanna.
„Þið fáið aftur leiðinlegt svar frá mér. Við tölum ekki um samningamálin á þessum fréttamannafundum," sagði Slot sem var spurður að því hvort þessi mál hefðu truflandi áhrif á hann og liðið?
„Nei þetta truflar ekki. Við vinnum með leikmannahópnum og einbeitum okkur að því að ná því besta út úr þeim."
Stór vonbrigði
Á fundinum í morgun tjáði Slot sig einnig um Harvey Elliott sem er með brotið bein í fæti. Þessi 21 árs leikmaður verður væntanlega frá í sex vikur eða svo.
„Þessi meiðsli eru ekki bara stór vonbrigði fyrir hann heldur líka okkur. Hann hefur ekki spilað mikið á tímabilinu hingað til en hefði fengið mikinn spiltíma næstu vikur," segir Slot.
Elliott hefur spilað einn deildarleik með Liverpool í upphafi tímabils, hann kom inn sem varamaður seint í 2-0 sigrinum gegn Brentford. Hann lék 34 deildarleiki á síðasta tímabili.
Hann er í harðri baráttu um byrjunarliðssæti við Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai en nú þegar leikjaálagið eykst hefði hann klárlega fengið fleiri mínútur frá Arne Slot.
Liverpool mætir Nottingham Forest á laugardaginn.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 7 | 6 | 0 | 1 | 13 | 2 | +11 | 18 |
2 | Man City | 7 | 5 | 2 | 0 | 17 | 8 | +9 | 17 |
3 | Arsenal | 7 | 5 | 2 | 0 | 15 | 6 | +9 | 17 |
4 | Chelsea | 7 | 4 | 2 | 1 | 16 | 8 | +8 | 14 |
5 | Aston Villa | 7 | 4 | 2 | 1 | 12 | 9 | +3 | 14 |
6 | Brighton | 7 | 3 | 3 | 1 | 13 | 10 | +3 | 12 |
7 | Newcastle | 7 | 3 | 3 | 1 | 8 | 7 | +1 | 12 |
8 | Fulham | 7 | 3 | 2 | 2 | 10 | 8 | +2 | 11 |
9 | Tottenham | 7 | 3 | 1 | 3 | 14 | 8 | +6 | 10 |
10 | Nott. Forest | 7 | 2 | 4 | 1 | 7 | 6 | +1 | 10 |
11 | Brentford | 7 | 3 | 1 | 3 | 13 | 13 | 0 | 10 |
12 | West Ham | 7 | 2 | 2 | 3 | 10 | 11 | -1 | 8 |
13 | Bournemouth | 7 | 2 | 2 | 3 | 8 | 10 | -2 | 8 |
14 | Man Utd | 7 | 2 | 2 | 3 | 5 | 8 | -3 | 8 |
15 | Leicester | 7 | 1 | 3 | 3 | 9 | 12 | -3 | 6 |
16 | Everton | 7 | 1 | 2 | 4 | 7 | 15 | -8 | 5 |
17 | Ipswich Town | 7 | 0 | 4 | 3 | 6 | 14 | -8 | 4 |
18 | Crystal Palace | 7 | 0 | 3 | 4 | 5 | 10 | -5 | 3 |
19 | Southampton | 7 | 0 | 1 | 6 | 4 | 15 | -11 | 1 |
20 | Wolves | 7 | 0 | 1 | 6 | 9 | 21 | -12 | 1 |
Athugasemdir