Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mán 26. ágúst 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Tipsbladet 
Kjær hættur með landsliðinu - Hareide lét hann hafa fyrirliðandið
Mynd: Getty Images

Simon Kjær hefur lagt landsliðsskóna á hilluna eftir 15 ára feril með danska landsliðinu.


Kjær er 35 ára gamall miðvörður sem hóf feril sinn hjá Midtjylland en hann spilar í dag með AC Milan. Hann lék 132 landsleiki og skoraði fimm mörk.

Hann spilaði sinn fyrsta landsleik en Age Hareide, núverandi landsliðsþjálfari Íslands, gerði hann að fyrirliða árið 2016 þegar Daniel Agger lagði landsliðsskóna á hilluna.

„Daniel Agger kom til mín eftir vináttulandsleik gegn Íslandi og sagði að hann vildi hætta. Ég settist niður með Jon Dahl Thomasson. Við völdum Simon Kjær en það voru aðrir kandídatar eeins og Christian Eriksen og Kasper Schmeichel," sagði Hareide í samtali við Tipsbladet.

„Simon varð fyrir valinu, hann var með rútínu og tækni. Hann var ekki hávær. hann var rólegur en tjáði sig þegar þess þurfti."

„Samstarf mitt með Simon var gott að öllu leyti. Það var ánægjulegt að hafa Simon Kjær sem fótboltamann en líka gaman að vinna með honum sem manneskja. Hann er það sem ég myndi kalla fullkomin manneskja að öllu leyti. Hann er mjög mikill fagmaður en sér líka til þess að það eru allir að hafa gaman," sagði Hareide.


Athugasemdir
banner
banner
banner