Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mán 26. ágúst 2024 15:04
Elvar Geir Magnússon
Matt O'Riley til Brighton (Staðfest)
Mynd: Brighton
Brighton hefur keypt danska landsliðsmiðjumanninn Matt O'Riley frá Skotlandsmeisturum Celtic. Kaupverðið er meira en 25 milljónir punda.

O'Riley er 23 ára og fæddist í London. Hann skoraði 27 mörk í 124 leikjum fyrir Celtic og vann sex titla með félaginu, þar á meðal þrjá Skotlandsmeistaratitla.

Hann er dýrasti leikmaður sem seldur hefur verið frá Skotlnandi.

„Hann er góður bæði varnar- og sóknarlega. Hann er frábær karakter með mikinn metnað," segir Fabian Hurzeler, stjóri Brighton.

Brighton fer vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og hefur unnið bæði Everton og Manchester United.


Athugasemdir
banner
banner
banner