Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mán 26. ágúst 2024 22:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Svakaleg dramatík í sigri Villarreal
Dani Parejo
Dani Parejo
Mynd: EPA

Villarreal 4 - 3 Celta
0-1 Borja Iglesias ('12 )
1-1 Sergi Cardona ('26 )
1-2 Oscar Mingueza ('31 )
2-2 Thierno Barry ('60 )
3-2 Jailson ('64 , sjálfsmark)
3-3 Carl Starfelt ('80 )
4-3 Dani Parejo ('90 )
4-3 Dani Parejo ('90 , Misnotað víti)


Það var svakaleg dramatík þegar Villarreal lagði Celta Vigo af velli í fyrsta leik þriðju umferðar í kvöld.

Celta var með forystuna í hálfleik en Villarreal tókst að snúa blaðinu við með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla. Celta tókst að jafna þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma.

Þegar tíu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma fékk Villarreal vítaspyrnu þegar Hugo Alvarez reif Thierno Barry niður í teignum.

Ivan Villar, markvörður Celta, varði spyrnuna frá Dani Parejo en Parejo náði boltanum aftur og skoraði í annarri tilraun og tryggði Villarreal dramatískan sigur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner