Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 20:09
Brynjar Ingi Erluson
Ajax nær samkomulagi við Weghorst
Mynd: EPA
Hollenski landsliðsmaðurinn Wout Weghorst er á leið aftur til heimalandsins en hann hefur náð samkomulagi við Ajax. Telegraaf greinir frá.

Samkvæmt miðlinum er allt klárt á milli Ajax og Weghorst en nú er beðið eftir því að félagið nái samkomulagi við Burnley um kaupverð.

Weghorst er stór og stæðilegur framherji sem hefur átt fast sæti í hollenska landsliðinu síðustu ár.

Þessi 32 ára gamli leikmaður hefur verið á mála hjá Burnley frá 2022, en aðeins spilað hálft tímabil með liðinu. Hann var lánaður til Besiktas fyrir tímabilið 2022-2023, en eyddi aðeins hálfu ári þar áður en hann var lánaður til Manchester United. Á síðustu leiktíð var hann á láni hjá Hoffenheim í Þýskalandi.

Hann er nú tilbúinn að snúa aftur heim til Hollands og varð Ajax fyrir valinu.

Telegraaf segir að Ajax geti nú keypti Weghorst þar sem félagið er að selja Silviano Vos til ítalska félagsins AC Milan.

Íslenski landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson er á mála hjá Ajax, en hefur hann hefur aðeins spilað þrjá af sjö leikjum liðsins undir nýjum þjálfara.
Athugasemdir
banner
banner