Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 27. ágúst 2024 18:50
Brynjar Ingi Erluson
Brighton kaupir Kadioglu frá Fenerbahce (Staðfest)
Mynd: Brighton
Tyrkneski landsliðsmaðurinn Ferdi Kadioglu var í kvöld kynntur hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brighton en hann kemur til félagsins frá Fenerbahce.

Bakvörðurinn gerði fjögurra ára samning við Brighton og var kynntur fyrir leik liðsins gegn Crawley Town í enska deildabikarnum.

Sky segir þetta vera metsölu í tyrknesku deildinni en kaupverðið er 33,5 milljónir punda.

„Ég er ótrúlega spenntur því við erum að fá frábæran leikmann og karakter. Hann hefur frábæra hæfileika, hleypur mikið og er góður að senda boltann. Hann spilar aðallega sem bakvörður og getur leyst af báðum megin, en hann getur einnig spilað á miðju.“

„Þetta er leikmaður sem er viljugur til að læra og þróa leik sinn, að því sögðu er ég viss um að það muni ekki taka hann mikinn tíma til að aðlagast úrvalsdeildinni og enskum fótbolta,“
sagði Fabian Hurzeler, stjóri Brighton um Kadioglu.

Kadioglu hefur verið með bestu varnarmönnum tyrknesku deildarinnar síðustu ár og var meðal annars valinn í lið ársins á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner