Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 27. ágúst 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carragher hrifinn af stefnu Liverpool í sumar - „Eins fáránlegt og það hljómar"
Mynd: EPA

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að aðgerðarleysi Liverpool í félagaskiptaglugganum sé vegna þess að félagið sé að hugsa til lengri tíma.


Miklar breytingar hafa orðið á Liverpool á bakvið tjöldin en Arne Slot tók við af Jurgen Klopp sem stjóri félagsins og þá var Richard Hughes ráðinn íþróttastjóri félagsins og Michael Edwards snéri aftur sem yfirmaður fótboltamála.

Slot hefur tjáð sig um málið og segir að hluta til sé aðgerðarleysið vegna þess að hann vilji meta hópinn sem hann hefur í höndunum.

„Undir stjórn Jurgen Klopp voru þeir alltaf að vinna 12 mánuði fram í tímann. Þeir hugsuðu aldrei um þennan glugga, það var alltaf næsti gluggi. Þeir (Huges og Edwards) komu seint inn, þeir hafa þurft að koma nýjum stjóra inn í hlutina. Það eru vandræði með samninga sem þeir þurfa að laga," sagði Carragher en leikmenn á borð við Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold eiga aðeins ár eftir af sínum samningum.

„Ástæðan fyrir því að Liverpool er ekki að kaupa leikmenn núna er líklega vegna þess að þeir eru að hugsa um næsta sumar. Eins fáránlegt og það hljómar en Liverpool hefur ekki panikkað í félagaskiptaglugganum og ég elska það við Liverpool."

Carragher segir að Liverpool sée með nægilega breiðan hóp en þurfi að bæta við sig meiri gæðum til að geta barist við Man City og Arsenal.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner