Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England í dag - Íslendingalið í deildabikarnum
Arnór Sigurðsson skoraði í síðasta leik
Arnór Sigurðsson skoraði í síðasta leik
Mynd: Getty Images

Mörg Íslendingalið eru í eldlínunni í 2. umferð enska deildabikarsins sem hefst í kvöld.


Arnór Sigurðsson var hetja Blackburn um helgina þegar liðið vann Oxford United í Championship deeildinni. Blackburn fær Blackpool í heimsókn í kvöld.

Jason Daði Svanþórsson hefur komið við sögu í tveimur af fjórum leikjum Grimsby í D-deildinni þar sem liðið er með sex stig. Grimsby fær Championship lið Sheffield Wednesday í heimsókn.

Stefán Teitur Þórðarson hefur verið fastamaður í liði Preston í Championship deildinni. Liðið heimsækir D-deildarlið Harrogate. Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið á meiðslalistanum hjá Plymouth sem heimsækir Watford.

Þá fá Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson hjá Birmingham verðugt verkefni þar sem liðið fær Fulham í heimsókn.

ENGLAND: League Cup
18:15 Middlesbrough - Stoke City
18:45 Barnsley - Sheffield Utd
18:45 Barrow - Derby County
18:45 Blackburn - Blackpool
18:45 Brighton - Crawley Town
18:45 Coventry - Oxford United
18:45 Everton - Doncaster Rovers
18:45 Fleetwood Town - Rotherham
18:45 Grimsby - Sheff Wed
18:45 Harrogate Town - Preston NE
18:45 Leicester - Tranmere Rovers
18:45 Millwall - Leyton Orient
18:45 QPR - Luton
18:45 Shrewsbury - Bolton
18:45 Walsall - Huddersfield
18:45 Watford - Plymouth
19:00 Birmingham - Fulham
19:00 Crystal Palace - Norwich


Athugasemdir
banner
banner
banner