Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 27. ágúst 2024 20:58
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Stefán Teitur eini Íslendingurinn sem fór áfram - Öruggt hjá úrvalsdeildarliðunum
Stefán Teitur er kominn í 3. umferð enska deildabikarsins
Stefán Teitur er kominn í 3. umferð enska deildabikarsins
Mynd: Preston
Jean-Philippe Matatea fór mikinn fyrir Crystal Palace
Jean-Philippe Matatea fór mikinn fyrir Crystal Palace
Mynd: EPA
Harry Winks skoraði og lagði upp í sigri Leicester
Harry Winks skoraði og lagði upp í sigri Leicester
Mynd: Getty Images
Stefán Teitur Þórðarson og hans menn í Preston flugu áfram í 3. umferð enska deildabikarsins með því að vinna 5-0 stórsigur á Harrogate í kvöld. Hann var eini Íslendingurinn sem komst áfram í næstu umferð eftir þetta kvöld.

Skagamaðurinn byrjaði hjá Preston í kvöld. Liðið fór með fjögurra marka forystu inn í hálfleikinn og bætti við fimmta í lok þess síðari.

Stefán fór af velli þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Öruggt og þægilegt hjá Preston, en raunin varð önnur hjá hinum Íslendingunum.

Jason Daði Svanþórsson og félagar í Grimsby Town töpuðu fyrir Sheffield Wednesday, 5-1, eftir að hafa komist yfir í leiknum. Jason var í byrjunarliði Grimsby en fór af velli á 67. mínútu.

Arnór Sigurðsson byrjaði hjá Blackburn Rovers sem tapaði óvænt fyrir Blackpool á heimavelli, 2-1. Sama sagan þar, Blackburn komst yfir, en fékk á sig tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum. Arnór lék allan leikinn.

Íslendingalið Birmingham laut í lægra haldi fyrir Fulham, 2-0, en mörkin gerðu þeir Raul Jimenez og Jay Stansfield. Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham en Alfons Sampsted kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Birmingham spilaði flottan leik á heimavelli og skapaði sér mörg góð færi en vantaði þó oft upp á herslumuninn.

Guðlaugur Victor Pálsson var ekki í leikmannahópi Plymouth Argyle sem tapaði fyrir Watford, 2-0. Wayne Rooney er þjálfari Plymouth.

Á morgun verður Hákon Rafn Valdimarsson mögulega í eldlínunni hjá Brentford gegn Colchester og vonandi að Íslendingarnir verði tveir þegar dregið verður í 3. umferð.

Alls voru fimm úrvalsdeildarlið í eldlínunni og fóru þau öll örugglega áfram í næstu umferð. Brighton fagnaði 4-0 sigri á Crawley Town. Simon Adingra, Jeremy Sarmiento, Adam Webster og Mark O'Mahony gerðu mörk heimamanna.

Tim Iroegbunam, Iliman Ndiaye og Beto skoruðu mörk Everton sem vann Doncaster 3-0 á meðan Leicester vann 4-0 sigur á Tranmere Rovers. Harry Winks skoraði og lagði upp í leiknum, en þeir Stephy Mavididi, Wilfred Ndidi og nýi maðurinn, Jordan Ayew, komust einnig á blað.

Jean-Philippe Mateta var allt í öllu í 4-0 sigri Crystal Palace á Norwich City. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt fyrir Daichi Kamada. Eberechi Eze gerði fjórða og síðasta marki undir lok leiks.

Úrslit og markaskorarar:

Middlesbrough 0 - 5 Stoke City
0-1 Emre Tezgel ('14 )
0-2 Ryan Mmaee ('57 )
0-3 Lewis Koumas ('60 )
0-4 Million Manhoef ('65 )
0-5 Million Manhoef ('69 )

Barnsley 1 - 0 Sheffield Utd
1-0 Max Watters ('53 )

Barrow 0 - 0 Derby County (3-2, eftir vítakeppni)

Blackburn 1 - 2 Blackpool
1-0 Makhtar Gueye ('21 , víti)
1-1 Jake Beesley ('72 )
1-2 Hayden Coulson ('78 )

Brighton 4 - 0 Crawley Town
1-0 Simon Adingra ('31 )
2-0 Jeremy Sarmiento ('48 )
3-0 Adam Webster ('84 )
4-0 Mark OMahony ('86 )
Rautt spjald: Jack Roles, Crawley Town ('90)

Coventry 1 - 0 Oxford United
1-0 Brandon Thomas-Asante ('57 )

Everton 3 - 0 Doncaster Rovers
1-0 Tim Iroegbunam ('53 )
2-0 Iliman Ndiaye ('74 )
3-0 Beto ('84 )

Fleetwood Town 2 - 1 Rotherham
0-1 Jamie McCart ('2 )
1-1 Ryan Graydon ('16 )
2-1 Ryan Graydon ('29 )

Grimsby 1 - 5 Sheffield Wed
1-0 Cameron Mcjannett ('18 )
1-1 Ike Ugbo ('53 )
1-2 Jamal Lowe ('54 )
1-3 Callum Paterson ('72 )
1-4 Callum Paterson ('81 )
1-5 Pol Valentin ('90 )

Harrogate Town 0 - 5 Preston NE
0-1 Sam Greenwood ('14 )
0-2 Sam Greenwood ('37 , víti)
0-3 Milutin Osmajic ('39 )
0-4 Milutin Osmajic ('45 )
0-5 Milutin Osmajic ('83 )

Leicester City 4 - 0 Tranmere Rovers
1-0 Jordan Ayew ('38 )
2-0 Stephy Mavididi ('50 , víti)
3-0 Wilfred Ndidi ('71 )
4-0 Harry Winks ('90 )

Millwall 0 - 1 Leyton Orient
0-1 Dan Agyei ('14 )

QPR 1 - 1 Luton (4-2, eftir vítakeppni)
1-0 Santos Hevertton ('11 )
1-1 Zack Nelson ('16 )

Shrewsbury 0 - 2 Bolton
0-1 Jordi Osei-Tutu ('52 )
0-2 Dion Charles ('65 )

Walsall 3 - 2 Huddersfield
0-1 Josh Koroma ('16 )
0-1 Nathan Lowe ('50 , Misnotað víti)
0-2 Josh Ruffels ('53 )
1-2 Nathan Lowe ('63 )
2-2 Nathan Lowe ('70 )
3-2 Michal Helik ('77 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Matthew Pearson, Huddersfield ('42)

Watford 2 - 0 Plymouth
1-0 Mileta Rajovic ('17 )
2-0 Mileta Rajovic ('73 )

Birmingham 0 - 2 Fulham
0-1 Raul Jimenez ('10 , víti)
0-2 Jay Stansfield ('14 )

Crystal Palace 4 - 0 Norwich
1-0 Daichi Kamada ('2 )
2-0 Jean-Philippe Mateta ('57 )
3-0 Jean-Philippe Mateta ('68 )
4-0 Eberechi Eze ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner