Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Francisco Conceicao í Juventus (Staðfest)
Fagnar hér marki á EM.
Fagnar hér marki á EM.
Mynd: EPA
Kantmaðurinn Francisco Conceicao er genginn í raðir ítalska stórliðsins Juventus.

Hann kemur til Juventus á láni frá Porto út tímabilið.

Juventus borgar 7 milljónir evra fyrir að fá hann á láni en það gæti hækkað um 3 milljónir evra ef hann stendur sig vel á meðan láninu stendur.

Conceicao er 22 ára gamall og var meðal annars í portúgalska landsliðinu sem fór á Evrópumótið í sumar.

Conceicao skoraði átta mörk í 43 keppnisleikjum með Porto á síðustu leiktíð eftir að hafa átt erfitt uppdráttar hjá Ajax í Hollandi tímabilið þar áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner