Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 13:42
Elvar Geir Magnússon
Hanskar Szczesny komnir á hilluna
Szczesny lætur gott heita.
Szczesny lætur gott heita.
Mynd: Getty Images
„Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvert þessi nýi vegur mun leiða mig. En ef síðustu átján ár hafa kennt mér eitthvað þá er það að allt sé hægt. Ég mun leyfa mér að eiga stóra drauma," skrifar Wojciech Szczesny á Instagram.

Þessi 34 ára pólski markvörður hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna en hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Arsenal 2009, eftir að hafa komið upp úr unglingastarfi Arsenal.

Hann lék fyrir ítalska stórliðið Juventus 2017-2024 og þá lék hann alls 84 landsleiki fyrir pólska landsliðið.

Hann lék 252 leiki í öllum keppnum fyrir Juventus og varð nýlega einn af sjö erlendum leikmönnum sem ná að spila 200 leiki í ítölsku A-deildinni fyrir félagið.

Hér að neðan má sjá myndir frá ferli hans:
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner