Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í afar furðulegri stöðu - „Ég veit ekki hvaða félag á mig"
Lék með Luton á síðasta tímabili.
Lék með Luton á síðasta tímabili.
Mynd: EPA
Andros Townsend, fyrrum landsliðsmaður Englands, segist ekki vita hvaða félagi hann er samningsbundinn þessa stundina.

Townsend, sem er 33 ára, varði síðasta tímabili hjá Luton og spilaði þá 27 leiki fyrir liðið sem féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Hann skrifaði undir nýjan langtímasamning við Luton í janúar síðastliðnum en ákvað svo að færa sig um set til Tyrklands í sumar. Townsend skrifaði þá undir hjá félagi sem heitir Antalyaspor.

En félagið hefur ekki tilkynnt skiptin þar sem það er í félagaskiptabanni. Townsend er því óviss með stöðu sína.

„Þetta hafa verið klikkaðar vikur," sagði Townsend við BBC. „Rétt áður en tímabilið byrjar fæ ég símtal frá Antalyaspor og þeir gáfu mér sólarhring til að svara þar sem þeir voru að fara í félagaskiptabann og vildu ná mér inn fyrir það."

„Ég skrifaði undir en við vorum aðeins of sein. Ég skrifaði undir samning en þeir geta ekki skráð mig og þeir geta ekki tilkynnt mig því þeir eru í félagaskiptabanni. Ég er fastur í Antalyaspor og er bara að æfa."

„Ég veit ekki hvaða félag á mig. Þeir eru í dómsmáli við einn leikmann og geta þess vegna ekki skráð nýja leikmenn. En í hvert sinn sem ég spyr, þá segja þeir mér 'þú ert búinn að skrifa undir, þú ert okkar leikmaður'," segir Townsend.

Félagaskiptaglugginn í Tyrklandi er opinn til 13. september.
Athugasemdir
banner
banner