Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 08:58
Elvar Geir Magnússon
Man Utd búið að semja við PSG um kaupverðið á Ugarte
Manuel Ugarte er á leið í læknisskoðun hjá Manchester United.
Manuel Ugarte er á leið í læknisskoðun hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain hefur samþykkt að selja miðjumanninn Manuel Ugarte til Manchester United fyrir 42 milljónir punda. Kaupverðið gæti hækkað um tæplega 9 milljónir til viðbótar eftir ákvæðum.

Mögulegt er að úrúgvæski landsliðsmaðurinn fljúgi til Manchester í dag til að gangast undir læknisskoðun.

Þetta gerist á sama tíma og United færist nær því að selja Scott McTominay til Napoli.

Ugarte hefur verið orðaður við United í gegnum sumarið og er á leið til félagsins aðeins einu ári eftir að PSG keypti hann frá Sporting Lissabon.

Þessi 23 ára leikmaður lék 37 leiki fyrir PSG og hjálpaði liðinu að vinna franska meistaratitilinn.

Allt stefnir í að kaup United á Ugarte gangi í gegn og hann verði fimmti leikmaðurinn sem félagið fær í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner