Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 22:28
Brynjar Ingi Erluson
Meiddist í fyrsta leik - „Þetta er fáránlegt brot“
Mynd: Getty Images
Matt O'Riley, nýr leikmaður Brighton á Englandi, meiddist eftir aðeins átta mínútur í 4-0 sigri liðsins á Crawley Town í enska deildabikarnum í kvöld.

Brighton tilkynnti kaupin á O'Riley í gær og fékk hann síðan eldskírn sína í dag.

Um átta mínútur voru liðnar þegar Jay Williams, leikmaður Crawley, fór í tæklingu á O'Riley sem gat ekki haldið leik áfram.

Sjúkraþjálfarar Brighton aðstoðuðu O'Riley af velli sem fékk þungt högg á ökklann.

Danski landsliðsmaðurinn kostaði Brighton 25 milljónir punda en hann kom til félagsins frá Celtic.

„Ég náði ekki tali á honum en þetta var fáránlegt brot og á ekki heima í fótbolta. Þessi staða breytti leiknum aðeins því leikurinn varð svolítið tilfinningaríkur, en ég vona að þetta sé ekki slæmt,“ sagði Fabian Huerzeler, stjóri Brighton, við Sky eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner