Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 21:13
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Óvænt úrslit í Tyrklandi - Salzburg áfram en Malmö úr leik
Mauro Icardi og félagar eru úr leik
Mauro Icardi og félagar eru úr leik
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Svissneska liðið Young Boys er óvænt komið áfram í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið nauman, 1-0, sigur á Galatasaray í Tyrklandi. Salzburg og Sparta Prag fóru einnig áfram.

Young Boys vann Galatasaray, 3-2, í fyrri leik liðanna í Sviss í síðustu viku.

Leikurinn í kvöld hefði getað farið á báða vegu en Alan Virginius, framherji Young Boys, sá til þess að hans lið færi áfram með marki á 87. mínútu.

Stuttu eftir markið fékk Fernando Muslera markvörður Galatasaray, að líta rauða spjaldið fyrir að ráðast á Virginius sem fagnaði fyrir framan stuðningsmenn heimamanna.

Tíu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma en Galatasaray tókst ekki að koma til baka og fer því Young Boys áfram í deildarkeppnina.

Austurríska liðið RB Salzburg er komið áfram eftir 1-1 jafntefli sitt gegn Dynamo Kiev frá Úkraínu. Salzburg vann fyrri leikinn 2-0 og fer því samanlagt áfram, 3-1.

Í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar verða tvö lið frá Austurríki í deildarkeppninni (áður riðlakeppni) en Sturm Graz hefur einnig tryggt sér sæti í keppnina eftir að hafa unnið austurrísku deildina á síðustu leiktíð.

Sænska liðið Malmö er úr leik eftir 2-0 tap gegn Spörtu Prag í Tékklandi. Sparta vann samanlagt 4-0 og var því ekki í miklum vandræðum með þá sænsku..

Úrslit og markaskorarar:

Galatasaray 0 - 1 Young Boys (2-4, samanlagt)
0-1 Alan Virginius ('87 )
Rautt spjald: Fernando Muslera, Galatasaray ('88)

Salzburg 1 - 1 Dynamo K. (3-1, samanlagt)
1-0 Adam Daghim ('12 )
1-1 Vladyslav Vanat ('29 )

Sparta Praha 2 - 0 Malmo FF (4-0, samanlagt)
0-0 Veljko Birmancevic ('19 , Misnotað víti)
0-0 Anders Christiansen ('27 , Misnotað víti)
1-0 Lukas Haraslin ('80 , víti)
2-0 Albion Rrahmani ('83 )
Athugasemdir
banner
banner
banner