Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 15:11
Elvar Geir Magnússon
Merino til Arsenal (Staðfest)
Mikel Merino er kominn í Arsenal treyjuna.
Mikel Merino er kominn í Arsenal treyjuna.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur fengið spænska miðjumanninn Mikel Merino frá Real Sociedad á upphæð sem gæti náð 31,6 milljón punda.

Þessi 28 ára leikmaður gerði fjögurra ára samning en hann spilaði í öllum sjö leikjum Spánar á EM í sumar og skoraði sigurmarkið í framlengingu gegn Þýskalandi í 8-liða úrslitum.

„Mikel er leikmaður sem kemur með mikil gæði, reynslu og fjölhæfni. Hann styrkir lið okkar og er sigurvegari eins og sýndi sig þegar hann vann EM með Spáni í sumar," segir Mikel Arteta stjóri Arsenal.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Arsenal kaupir í sumarglugganum; á eftir ítalska varnarmanninum Riccardo Calafiori og spænska markverðinum David Raya en Arsenal virkjaði ákvæði um að kaupa hann frá Brentford.

Merino er með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa verið í eitt ár hjá Newcastle. Hann hefur leikið 28 landsleiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner