Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikael Breki hjá Molde á reynslu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA vekur athygli á því í dag að Mikael Breki Þórðarson, leikmaður félagsins, æfir þessa dagana með norska félaginu Molde. Mikael er þar til reynslu.

Mikael er gríðarlega mikið efni en hann er fæddur árið 2007 og hefur komið við sögu í þremur leikjum KA á tímabilinu.

Mikael Breki varð yngsti leikmaður KA í efstu deild þegar hann kom inn á í leik með liðinu í fyrra. Þá var hann rúmlega 15 ára. Hann er unglingalandsliðsmaður; á að baki tíu leiki fyrir unglingalandsliðin.

Hann hefur áður farið á reynslu; æfði með OB í Danmörku í fyrra og fór einnig mjög ungur og æfði með unglingaliði Midtjylland.

Mikael sá Molde spila gegn HamKam á sunnudag og tók svo sína fyrstu æfingu í gær.

„Hann mun æfa út vikuna með Molde FK og vonandi vekja áhuga Norðmannana," segir í frétt KA.
Athugasemdir
banner
banner