Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Munu Chelsea og Man Utd skipta á leikmönnum?
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: EPA
Manchester United og Chelsea eru í viðræðum um mögulegan skiptidíl þar sem Jadon Sancho og Raheem Sterling myndu skipta á milli félaganna.

Samkvæmt Telegraph þá ræddi Dan Ashworth, yfirmaður fótboltamála hjá Man Utd, við Chelsea í dag um þessa hugmynd.

Sterling er ekki í plönum Chelsea en hann er með meira en 300 þúsund pund í vikulaun hjá Lundúnafélaginu. Ef hann fer til United, þá myndi Chelsea borga hluta af launum hans.

Sancho hefur ollið miklum vonbrigðum hjá United og virðist vera með mikið hlutverk hjá liðinu. Chelsea hefur sýnt honum áhuga í sumar og það hefur Juventus einnig gert.

Félagaskiptaglugginn lokar á föstudaginn og verður áhugavert að sjá hvað verður úr þessari sögu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner