Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 27. ágúst 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Næstur á lista á eftir James Rodriguez
Memphis Depay.
Memphis Depay.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kólumbíumaðurinn James Rodriguez gekk í gær í raðir spænska félagsins Rayo Vallecano en félagið ætlar sér áfram stóra hluti á markaðnum.

Næstur á lista Rayo er hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay.

Memphis er án félags eftir að hafa yfirgefið Atletico Madrid þegar síðasta tímabili lauk.

Memphis hefur verið að æfa einn eftir Evrópumótið á meðan hann bíður eftir nýju félagi.

Martín Presa, forseti Rayo, ætlar að bjóða Memphis samning en sóknarmanninum líður vel í Madríd og það hjálpar Rayo í baráttunni um hann.

Memphis, sem er þrítugur, hefur leikið með Atletico, Barcelona, Lyon, Manchester United og PSV Eindhoven á sínum ferli. Þá á hann 98 landsleiki fyrir Holland en í þeim hefur hann skorað 46 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner