Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 27. ágúst 2024 14:13
Elvar Geir Magnússon
Nketiah í læknisskoðun hjá Palace
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur gefið sóknarmanninum Eddie Nketiah leyfi til að fara í læknisskoðun hjá Crystal Palace.

Palace er að ná samkomulagi við Arsenal um 30 milljóna punda kaupverð.

Nketiah er 25 ára og hefur verið varaskeifa hjá Arsenal undanfarin ár.

Alex Howell íþróttafréttamaður breska ríkisútvarpsins segir að það eigi að vera formsatriði fyrir Palace að ná samkomulagi við Nketiah um kaup og kjör. Félagið hafi lengi horft löngunaraugum til hans.

Nketiah hefur einnig verið orðaður við Nottingham Forest og Marseille í sumar.

Hann hefur skorað 38 mörk í 168 leikjum fyrir Arsenal og núgildandi samningur hans rennur út 2027. Hann hefur verið ónotaður varamaður í fyrstu tveimur deildarleikjum Arsenal á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner