Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr fyrirliði danska landsliðsins
Pierre Emile-Höjbjerg.
Pierre Emile-Höjbjerg.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Pierre-Emile Höjbjerg er nýr fyrirliði danska landsliðsins.

Hann tekur við fyrirliðabandinu af Simon Kjær sem hefur verið með það í fjölda ára.

Lars Knudsen, sem stýrir danska landsliðinu til bráðabirgða, sagði frá því við fréttamenn að það væri mikilvægt að fyrirliðinn myndi spila í mörg ár til viðbótar með landsliðinu.

„Pierre er með mikla ástríðu fyrir landsliðinu," sagði Knudsen.

Kasper Schmeichel og Christian Eriksen eru áfram varafyrirliðar en þeir eiga minna eftir af sínum landsliðsferli.

„Þeir eru sterkir persónuleikar með mikla reynslu og þeir munu styðja Pierre. Þetta er sterkur fyrirliðahópur."

Höjbjerg gekk í raðir Marseille frá Tottenham í sumar. Hann er 29 ára og hefur spilað 81 landsleik fyrir Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner