Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 27. ágúst 2024 15:27
Elvar Geir Magnússon
Of dýr fyrir Úlfana
Aaron Ramsdale hefur leikið fimm landsleiki fyrir England, þar á meðal í tapi gegn Íslandi á Wembley.
Aaron Ramsdale hefur leikið fimm landsleiki fyrir England, þar á meðal í tapi gegn Íslandi á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wolverhampton Wanderers hefur gefist upp á að reyna að fá markvörðinn Aaron Ramsdale frá Arsenal. Breska ríkisútvarpið segir enska landsliðsmannin vera of dýran fyrir félagið.

Ramsdale, sem er 26 ára, er varamarkvörður fyrir David Raya en vill fara til félags þar sem hann yrði aðalmarkvörður. Hann gæti fært sig um set fyrir gluggalok á föstudag en útlit er fyrir að Molineux komi ekki lengur til greina.

Úlfarnir hafa verið í viðræðum við Arsenal um lánssamning með möguleika á kaupum. Félagið hefur hinsvegar ekki mikið fjármagn til að vinna með, þrátt fyrir að hafa selt Pedro Neto og Max Kilman í sumar fyrir hátt í 100 milljónir punda.

Úlfarnir töpuðu 6-2 fyrir Chelsea á sunnudag og hefur tapað báðum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni hingað til.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 3 3 0 0 9 2 +7 9
2 Liverpool 3 3 0 0 7 0 +7 9
3 Brighton 3 2 1 0 6 2 +4 7
4 Arsenal 3 2 1 0 5 1 +4 7
5 Newcastle 3 2 1 0 4 2 +2 7
6 Brentford 3 2 0 1 5 4 +1 6
7 Aston Villa 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Bournemouth 3 1 2 0 5 4 +1 5
9 Nott. Forest 3 1 2 0 3 2 +1 5
10 Tottenham 3 1 1 1 6 3 +3 4
11 Chelsea 3 1 1 1 7 5 +2 4
12 Fulham 3 1 1 1 3 3 0 4
13 West Ham 3 1 0 2 4 5 -1 3
14 Man Utd 3 1 0 2 2 5 -3 3
15 Leicester 3 0 1 2 3 5 -2 1
16 Crystal Palace 3 0 1 2 2 5 -3 1
17 Ipswich Town 3 0 1 2 2 7 -5 1
18 Wolves 3 0 1 2 3 9 -6 1
19 Southampton 3 0 0 3 1 5 -4 0
20 Everton 3 0 0 3 2 10 -8 0
Athugasemdir
banner
banner