Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 09:20
Elvar Geir Magnússon
Osimhen vill frekar fara til Chelsea en Sádi-Arabíu - Sterling orðaður við Man Utd
Powerade
Victor Osimhen.
Victor Osimhen.
Mynd: EPA
Guehi nálgast Newcastle.
Guehi nálgast Newcastle.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Billy Gilmour.
Billy Gilmour.
Mynd: EPA
Það er gluggadagur á föstudaginn og ýmislegt í pottunum. Það er Powerade sem býður þér upp á slúðurpakkann hvern einasta dag.

Nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen (25) hjá Napoli vill frekar fara til Chelsea en til Sádi-Arabíu. (i)

Raheem Sterling (29) er til í að skoða það að fara til Manchester United en vill ekki ræða um sölu fyrr en hann er búinn að gera upp samningsmál við Chelsea. (Telegraph)

Crystal Palace er nálægt því að ná samkomulagi um kaup á Eddie Nketiah (25) framherja Arsenal fyrir 25 milljónir punda, auk 5 milljónir punda í viðbótargreiðslu. (Athletic)

Skosku meistararnir í Celtic hafa áhuga á að fá franska framherjann Odsonne Edouard (26) frá Crystal Palace aftur. (News Shopper)

Newcastle er nálægt því að semja um 70 milljóna punda kaup á Marc Guehi (24) enska landsliðsvarnarmanninum hjá Crystal Palace. (Mail)

Atletico Madrid er að skoða mögulegan lánssamning við Matheus Nunes (25) miðjumann Manchester City og Portúgals en hefur ekki enn lagt fram tilboð. (Athletic)

Giorgi Mamardashvili (23), markvörður Georgíu, fór í læknisskoðun á Spáni á mánudaginn en hann er að klára 30 milljóna punda félagaskipti frá Valencia til Liverpool. Hann verður áfram hjá Valencia en kemur til Liverpool á næsta ári. (Times)

Nottingham Forest ætlar að reyna að fá enska miðjumanninn James Ward-Prowse (29) sem er ekki í áætlunum Julen Lopetegui stjóra West Ham. (Football Insider)

West Ham gæti verið tilbúið að hlusta á tilboð í Ward-Prowse en er ekki með hann á sölulista. (Sky Sports)

Nottingham Forest gerði misheppnaðatilraun til að fá mexíkóska framherjann Santiago Gimenez (23) frá Feyenoord. 29 milljóna punda tilboð var samþykkt en leikmaðurinn hafnaði tilboði. (Telegraph)

Newcastle reynir aftur að fá James Trafford (21), markvörð Burnley og U21 landsliðsins. Félagið ræðir við Burnley um mögulegan lánssamning með kaupskyldu. (Guardian)

Brentford hefur áhuga á ítalska hægri bakverðinum Michael Kayode (20) hjá Fiorentina. Hann er á óskalista fleiri félaga. (Sky Sports)

Brentford hefur hafið viðræður við Besiktas um enska miðjumanninn Alex Oxlade-Chamberlain (31) en Ajax hefur einnig áhuga. (SportsDigitale)

Napoli býst enn við að ganga frá 12,5 milljón punda kaupum á Billy Gilmour (23) miðjumanni Skotlands og Brighton. Ítalska félagið vill fá hann í hópinn sinn fyrir laugardaginn. (Mail)

Feyenoord hefur spurst fyrir um Boubacar Traore (22), landsliðsmann Malí og kantmann Wolves. (VI)

St Mirren hefur hafnað tilboði Wolves í hinn mikils metna skoska miðjumann Ethan Sunderland (18). (Football Insider)

Franski kantmaðurinn Kingsley Coman (28) mun væntanlega yfirgefa Bayern München fyrir gluggalok en nokkur ensk félög hafa áhuga. (L'Equipe)

Írski framherjinn Tom Cannon (21) gæti farið frá Leicester fyrir sex milljónir punda í þessum glugga, Sheffield United og Luton áhuga. (Irish Independent)

Southampton hefur sent Corinthians nýtt tilboð í brasilíska framherjann Yuri Alberto (23). (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner
banner