Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Patino seldur frá Arsenal til Deportivo (Staðfest)
Mynd: EPA

Charlie Patino er genginn til liðs við Deportivo La Coruna frá Arsenal. Spænska félagið greiðir eina milljón punda fyrir leikmanninn. Enska félagið mun fá hluta af söluverði ef hann yfirgefur Deportivo í framtíðinni.

Deportivo leikur í næst efstu deild á Spáni.


Hann kom aðeins við sögu í tveimur leikjum fyrir Arsenal en hann skoraði í sínum fyrsta leik þegar liðið vann Sunderland í átta liða úrslitum enska deildabikarsins árið 2020.

Þessi tvítugi miðjumaður var á láni hjá Swansea í Championship deildinni á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði 34 leiki og skoraði fjögur mörk.

„Vilji og löngun Charlie Patiño, til að skrifa undir hjá RC Deportivo var lykillinn að því að félagið okkar gæti fengið einn hæfileikaríkasta og efnilegasta knattspyrnumann enska boltans," segir í tilkynningu Deportivo.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner