Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 27. ágúst 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo: Al Nassr verður væntanlega mitt síðasta félag
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Cristiano Ronaldo segir að Al Nassr verði líklega hans síðasta félag áður en skórnir fara á hilluna.

Portúgalski landsliðsmaðurinn er 39 ára og gekk í raðir Sádi-arabíska félagsins í janúar 2023 eftir að hafa yfirgefið Manchester United.

Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Sporting Lissabon, þar sem hann hóf feril sinn, en sagði í portúgöslu sjónvarpsviðtali að ólíklegt væri að hann myndi snúa aftur þangað.

„Ég veit ekki hvenær ég mun leggja skóna á hilluna, eftir tvö eða þrjú ár, en líklega mun ég ljúka ferlinum hér hjá Al Nassr. Ég er ánægður hjá þessu félagi og líður vel í landinu. Ég er ánægður í Sádi-Arabíu og vill halda áfram," segir Ronaldo.

Ronaldo, sem er fyrrum framherji Real Madrid og Juvents, hefur skorað 898 mörk á ferlinum. 130 af þeim mörkum hafa komið fyrir portúgalska landsliðið og hann vill halda landsliðsferlinum áfram.

„Þegar ég hætti með landsliðinu mun ég ekki segja neinum frá því áður. Ég mun bara taka ákvörðun að vel hugsuðu máli. Núna vil ég hjálpa landsliðinu í komandi leikjum."
Athugasemdir
banner