Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 27. ágúst 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Talaði mig ekki bara upp eins og hann hefði getað gert"
Matt O'Riley.
Matt O'Riley.
Mynd: Brighton
Danski miðjumaðurinn Matt O'Riley gekk í gær í raðir Brighton eftir að hafa verið mjög eftirsóttur allt sumarið. Kaupverðið er meira en 25 milljónir punda.

O'Riley er 23 ára og fæddist í London, en hann er danskur landsliðsmaður. Hann skoraði 27 mörk í 124 leikjum fyrir Celtic og vann sex titla með félaginu, þar á meðal þrjá Skotlandsmeistaratitla.

Hann er dýrasti leikmaður sem seldur hefur verið frá Skotlandi en það voru fleiri félög á eftir honum. Hann segist hafa átt gott samtal við Fabian Hürzeler, stjóra Brighton, áður en hann samdi við félagið.

„Ég er mjög, mjög ánægður," sagði O'Riley við vefsíðu Brighton eftir að hann skrifaði undir.

„Ég talaði við stjórann og hann stóð sig mjög vel í að selja félagið fyrir mig. Við áttum mjög gott samtal og hann lét mig vita hvernig ég myndi passa inn í þetta."

„Ég kann vel við hreinskilni hans. Hann talaði mig ekki bara upp eins og hann hefði getað gert, vegna þess að ég var í stöðu þar sem mörg önnur félög voru að skoða mig. Hann var bara mjög hreinskilinn með það hvernig hann getur hjálpað mér með mikið af hlutum sem ég þarf að bæta. Ég kann vel við að hann talaði ekki bara um það jákvæða í mínu fari, því ég vil alltaf bæta mig."

Hürzeler, sem er aðeins 31 árs gamall, er á sínu fyrsta tímabili með Brighton en liðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á tímabili. Síðasti leikur Brighton var sigurleikur gegn Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner