Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Þýski bikarinn: Stuttgart fór illa með verðandi liðsfélaga Hólmberts
Mynd: EPA
Preussen Munster 0 - 5 Stuttgart
0-1 Angelo Stiller ('7 )
0-2 Ermedin Demirovic ('15 )
0-3 Pascal Stenzel ('35 )
0-4 Nick Woltemade ('72 )
0-5 Atakan Karazor ('80 , víti)

Stuttgart tryggði sig áfram í 2. umferð þýska bikarsins með því að kjöldraga Preussen Munster, 5-0, í kvöld.

Angelo Stiller, Ermedin Demirovic og Pascal Stenzel sáu til þess að Stuttgart færi með þriggja marka forystu inn í hálfleikinn og þá bættu þeir Nick Woltemade og Atakan Karazor við tveimur mörkum áður en flautað var til leikslok.

Afar þægilegt og öruggt hjá Stuttgart sem er nú komið áfram í 2. umferð.

Framherjinn knái Hólmbert Aron Friðjónsson er samkvæmt 433.is á leið til Preussen Munster, en það er ljóst að hann fær ekki tækifæri til að spila með liðinu í bikarnum á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner