Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 10:27
Elvar Geir Magnússon
Tonali spilar á morgun eftir tíu mánaða bann
Tonali verður með Newcastle á morgun.
Tonali verður með Newcastle á morgun.
Mynd: Getty Images
Ítalski miðjumaðurinn Sandro Tonali verður í leikmannahópi Newcastle sem mætir Nottingham Forest í deildabikarnum annað kvöld. Hinn 24 ára gamli Tonali hefur lokið afplánun á tíu mánaða banni fyrir að brjóta veðmálareglur ítalska fótboltasambandsins.

Tonali veðjaði á leiki hjá AC Milan á meðan hann var á mála hjá félaginu en var dæmdur í bannið eftir að hafa gengið í raðir Newcastle.

„Hann verður klárlega í leikmannahópnum. Hann er í formi en þarf bara að vinna upp leikæfingu. Hann hefur lagt mikið á sig," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.

Tonali er næstdýrasti leikmaður í sögu Newcastle en hann lék tólf leiki fyrir félagið áður en hann var dæmdur í bannið.

„Ég get ímyndað mér að ýmsar tilfinningar leiki um hann, hann er mjög spenntur. Hann snýr aftur í það sem hann elskar. Þetta verður gríðarlegur léttir fyrir hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner