Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 27. ágúst 2024 11:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toney samþykkir risatilboð Al-Ahli
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum TalkSport er Ivan Toney, framherji Brentford, búinn að ná samkomulagi um þriggja ára samning hjá Al-Ahli í Sádi-Arabíu.

Toney er sagður fá um 50 milljónir punda í laun fyrir árin þrjú sem eru um níu milljarðar íslenskra króna. Það gefur auga leið að um gífurlega launahækkun sé að ræða fyrir Toney sem fengi tæplega 330 þúsund pund í vikulaun.

Það er þó ekki búið að ganga frá öllu í viðræðum milli félaganna. Al-Ahli bauð 35 milljónir punda og bónusgreiðslur en því tilboði var hafnað. Al-Ahli er nú sagt tilbúið að greiða 40 milljónir punda.

Toney á innan við ár eftir af samningi sínum en Brentford er að vonast eftir 50 milljónum punda fyrir hann.

Framherjinn hefur verið utan hóps í fyrstu tveimur umferðunum í úrvalsdeildinni út af mögulegum félagaskiptum.

Al-Ahli endaði í 3. sæti deildarinnar í Sádi á síðata tímabili. Roberto Firmino, Edouard Mendy, Gabri Veiga, Franck Kessie og Merih Demiral eru á meðal leikmanna liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner