Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 27. ágúst 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Umboðsmenn Neymar ekki sáttir - „Virðingarleysi"
Mynd: Al-Hilal

Umboðsmenn Neymar sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir létu óánægju sína í ljós vegna umfjöllunar fjölmiðla í garð leikmannsins.


Fjölmiðlar hafa orðað hann við Barcelona í sumar en þessi 32 ára gamli Brasilíumaður gekk til liðs við PSG frá Barcelona fyrir tæplega 200 milljónir evra árið 2017. Hann gekk til liðs við sádí arabískal liðið Al-Hilal fyrir 90 milljónir evra í fyrra en hann var orðaður við endurkomu til Barcelona áður.

Sögusagnir um endurkomu í Barcelona hafa farið aftur af stað í sumar sem hefur farið illa í umboðsmenn hans.

„Greinarnar um endurkomu Neymar til Barcelona frá Al-Hilal eru lygar og gríðarlegt virðingarleysi í garð Al-Hilal og Neymar. Hann er með samning hjá Al-Hilal og er ánægður í Riyadh. Hann mun fljótlega snúa aftur á völlinn og gleðja stuðningsmenn," segir í yfirlýsingunni.

Neymar spilaði aðeins fimm leiki fyrir Al-Hilal á síðustu leiktíð en hann var mikið að kljást við meiðsli.


Athugasemdir
banner
banner
banner