Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 27. ágúst 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vermeeren til Leipzig eftir hálfs árs dvöl hjá Atletico (Staðfest)
Mynd: EPA

Arthur Vermeeren er genginn til liðs við RB Leipzig eftir aðeins rúmt hálft ár í herbúðum Atletico Madrid.


Vermeeren er 19 ára gamall belgískur miðjumaður en Leipzig fær hann á láni út tímabilið en liðið festir kaup á honum næsta sumar ef hann spilar ákveðið mikið fyrir félagið.

Hann kom aðeins við sögu í fimm leikjum í La Liga á síðasta tímabili en Atletico keypti hann fyrir 18 milljónir evra frá Royal Antwerp í janúar.

Fari hann alfarið til Leipzig næsta sumar mun þýska félagið borga 20 milljónir evra fyrir hann en Antwerp fær 10% af söluverðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner