Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   lau 28. maí 2022 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Owen og Ferdinand tókust á - „Liverpool er enn besta liðið í Evrópu"
Michael Owen.
Michael Owen.
Mynd: Getty Images
Fyrir um tveimur mánuðum var útlit fyrir að Liverpool gæti tekið fernuna.

En núna er tímabilið búið og niðurstaðan eru tveir titlar: Deildabikarinn og FA-bikarinn. Liverpool missti af tveimur stærstu titlunum en endar samt sem áður með tvo titla.

Eftir leikinn mynduðust heitar umræður á BT Sport þar sem Michael Owen, fyrrum sóknarmaður Liverpool og Real Madrid, hélt því fram að liðið væri það besta í Evrópu, þrátt fyrir að hafa misst af enska meistaratitlinum og Meistaradeildartitlinum.

„Liverpool er enn besta liðið í Evrópu," sagði Owen.

Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, tók það ekki í mál. „Hvernig geturðu kallað þá besta lið Evrópu þegar þeir töpuðu bæði í deildinni og í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu tveimur vikum? Bestu liðin vinna stærstu titlana. Þeir eru spennandi lið en þeir eru ekki besta liðið."

Skoruðu ekki eitt mark á meira en fimm klukkutímum
Liverpool fór í þrjá úrslitaleiki á þessu tímabili, og vann tvo þeirra. En liðinu tókst samt sem áður ekki að skora á fimm og hálfum klukkutíma í þessum úrslitaleikjum; þeir unnu Chelsea tvisvar í vítaspyrnukeppni.


Athugasemdir
banner