Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   lau 28. maí 2022 22:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Terry botnar ekkert í reglunni - „Hvernig er þetta ekki mark?"
Atvikið umtalaða.
Atvikið umtalaða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Real Madrid vann 1-0 sigur á Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.

En hefði leikurinn átt að enda 2-0?

Undir lok fyrri hálfleiks kom Karim Benzema boltanum í netið, en flaggið fór á loft og rangstaða dæmd. Sama niðurstaða fékkst eftir gífurlega langa VAR-skoðun. Umdeild ákvörðun svo ekki sé meira sagt.

Leikmaður Real Madrid sparkar í boltann en hann fer síðast af Fabinho, miðjumanni Liverpool, áður en hann fer til Benzema.

Reglan er núna sú að ef Fabinho er 'viljandi' að spila boltanum, þá er það ekki rangstaða. Ef boltinn fer af honum 'óviljandi', þá er það rangstaða. Dómararnir hafa metið það þannig að boltinn fer af Fabinho, en hann er ekki að reyna að spila honum 'viljandi' - flókið mál og matstriði.

Ekki eru allir sammála þessari reglu. John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea, skilur hana ekki. Hann tjáði sig á Twitter á meðan leik stóð.

„Hvernig er þetta ekki mark? Þessi regla er fáránleg; hvenær myndi leikmaður Liverpool sparka boltanum viljandi til Benzema?" skrifar Terry.

Miðað við þessa reglu, þá hefði markið aðeins fengið að standa ef Fabinho hefði verið að reyna að sparka í leikmann Real Madrid. Eða þá ef hann hefði ákveðið að gefa Benzema bara boltann og leyft honum að skora, en hvenær myndi hann gera það? Hann er viljandi að reyna að ná til boltans, hefur það engin áhrif? Fótboltareglur eru ekki alltaf auðskiljanlegar.

En þetta skiptir svo sem engu máli á endanum, Real Madrid vann leikinn.


Athugasemdir
banner
banner