Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 15:56
Elvar Geir Magnússon
Afturelding fær sekt vegna ógnandi stjórnarmanns - 'Ertu fokking þroskaheftur?'
Sigurbjartur situr á bekknum.
Sigurbjartur situr á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Þór Sveinsson dómari.
Ásmundur Þór Sveinsson dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað Aftureldingu um 25 þúsund krónur vegna framkomu stjórnarmanns í garð dómara eftir leik liðsins við Gróttu í Lengjudeild kvenna.

Í skýrslu Ásmundar Þórs Sveinssonar dómara lýsir hann hegðun stjórnarmannsins Sigurbjarts Sigurjónssonar eftir leikinn, sem fram fór í maí síðastliðnum.

Ásmundur segir að þegar hann hafi gengið frá búningsklefanum hafi þjálfari Aftureldingar staðið á ganginum og spurt sig um vítaspyrnudóm í leiknum.

„Ég sagði honum að ég gæti ekkert útskýrt nema hvað ég sá á þeirri stundu sem ég ákveð að dæma víti. Samskiptin við þjálfara Aftureldingar voru góð og fagmannleg. Aftur á móti stendur maður sem sagðist heita Sigurbjartur. Hann var ekki jafn rólegur og talar ítrekað um myndbandsupptöku," stendur í skýrslu dómarans.

„Ég segi orðrétt: "Mér er skítsama um eitthvað video". Við þetta reiðist hann og segir orðrétt "Ertu fokking þroskaheftur?". Ég læt vita að ég muni tilkynna þetta til sambandsins sem gerir það að verkum að hann verður ógnandi í hegðun og gerir tilraun til að espa mig upp gegn sér. Hann setur höfuð fram með stíft augnaráð og er háttarfar hans greinilega til þess að ógna."

„Þegar ég spurði hann að nafni sagði hann að hann væri ekki á skýrslu, að hann væri bara maki leikmanns og ég gæti ekki gert neitt í þessu. Maðurinn virtist vera í spjalli við þjálfara Aftureldingar þegar ég kom á ganginn og var þess utan vel merktur Aftureldingu á úlpu sinni.“

Í greinargerð Aftureldingar er því haldið fram að nokkur atriði í skýrslu dómara standist ekki skoðun. Þó viðurkennir félagið að Sigurbjartur hafi viðhaft óviðurkvæmileg ummæli í garð dómara að leik loknum.

Uppfært: Sigurbjartur neitar því að hafa viðhaft þau orð sem fram koma í skýrslu dómarans og segist ekki hafa verið ógnandi. Þá segist hann hafa látið af störfum sem stjórnarmaður í lok árs 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner