Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mið 28. ágúst 2024 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Atalanta fær Kossounou frá Leverkusen (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalska félagið Atalanta er búið að krækja sér í varnarmanninn Odilon Kossounou á lánssamningi frá Bayer Leverkusen.

Atalanta og Leverkusen mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð þar sem Atalanta vann frábæran sigur gegn spútnik liði þýska boltans. Kossounou var ónotaður varamaður í úrslitaleiknum en hann tók þó þátt í 34 leikjum á tímabilinu.

Kossounou er 23 ára gamall og leikur sem miðvörður að upplagi en getur einnig spilað sem hægri bakvörður eða varnarsinnaður miðjumaður.

Leverkusen fær Nordi Mukiele á láni frá PSG til að fylla í skarðið sem Kossounou skilur eftir í leikmannahópinum.

Búast má við að Kossounou, sem á 24 landsleiki að baki fyrir Fílabeinsströndina, heyi baráttu við Isak Hien og Ben Godfrey um byrjunarliðsstöðu í þriggja manna hafsentalínu Atalanta.

Atalanta borgar um 5 milljónir evra fyrir lánssamninginn og getur fest kaup á Kossounou fyrir 25 milljónir til viðbótar.

Kossounou braust fram í sviðsljósið sem leikmaður Club Brugge í Belgíu eftir að hafa byrjað atvinnumannaferilinn hjá Hammarby í sænska boltanum.


Athugasemdir
banner
banner