Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona reynir að fá Bajcetic lánaðan frá Liverpool
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn efnilegi Stefan Bajcetic verður að öllum líkindum lánaður burt frá Liverpool í sumar til að öðlast reynslu áður en hann getur barist um sæti í byrjunarliðinu á sterkri miðju liðsins.

Útlit var fyrir að Bajcetic færi til RB Salzburg í Austurríki á láni en nú hefur spænska stórveldið FC Barcelona ákveðið að skerast í leikinn með sínu eigin lánstilboði.

Barca er reiðubúið til að borga 4 milljónir evra fyrir lánssamninginn, en honum fylgir ekki kaupmöguleiki og því myndi Bajcetic snúa aftur til Liverpool næsta sumar.

Börsungum vantar að finna leikmann til að fylla í skarðið fyrir hinn efnilega Marc Bernal sem sleit krossband á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner