Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Basham leggur skóna á hilluna eftir hrikalegt fótbrot
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Chris Basham hefur lagt skóna á hilluna 36 ára. Hann varð fyrir fótbroti í leik með Sheffield United gegn Fulham í fyrra.

Basham lék einnig fyrir Bolton og Blackpool á ferli sínum. Hann lék 522 atvinnumannaleiki en 394 af þeim voru fyrir Sheffield United.

„Þetta eru skilaboð sem ég held að margir hafi búist við að kæmu. Það hefur verið auðveldara að sætta sig við þetta eftir síðustu mánuði þar sem ég er enn að jafna mig á meiðslunum," segit Basham.

„Ég vil þakka öllum sem hafa verið með mér á ferlinum. Þar á meðal þeim sem kenndu mér miklvægar lexíur. Ég hlakka til framtíðarinnar."

Basham meiddist illa í stoðfætinum þegar hann reyndi fyrirgjöf í fyrri hálfleiknum gegn Fulham í október. Meiðslin litu strax hræðilega út.
Athugasemdir
banner
banner