Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mið 28. ágúst 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búnir að finna eftirmann Joachim Andersen
Maxence Lacroix.
Maxence Lacroix.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace hefur náð samkomulagi við Wolfsburg í Þýskalandi um kaup á miðverðinum Maxence Lacroix.

Kaupverðið er 18 milljónir evra en það gæti hækkað í 21 milljón evra ef hann stendur sig vel.

Palace á enn eftir að ná persónulegi samkomulagi við Lacroix um kaup og kjör.

Lacroix kemur til með að fylla í skarðið sem Joachim Andersen skilur eftir sig en hann var nýverið seldur til Fulham fyrir 30 milljónir punda. Þá er óvissa með framtíð Marc Guehi en Newcastle er að reyna að kaupa hann.

Lacroix, sem er 24 ára, hefur spilað með Wolfsburg við góðan orðstír frá 2020.

Palace hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og er án stiga eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner