Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mið 28. ágúst 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Celtic fær Alex Valle lánaðan frá Barcelona (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Skotlandsmeistarar Celtic hafa fengið vinstri bakvörðinn Alex Valle lánaðan frá Barcelona út tímabilið.

Valle er tvítugur og kom í gegnum La Masia akademíuna frægu. Hann hefur verið ónotaður varamaður í fyrstu tveimur leikjum Börsunga í La Liga.

Hann lék á láni hjá Levante í spænsku B-deildinni á síðasta tímabili.

Hann er annað nýja andlitið sem Celtic fær til sín í sumarglugganum en áður hafði félagið tryggt sér markvörðinn Kasper Schmeichel. Þá gengu Adam Idah og Paulo Bernardo alfarið í raðir félagsins eftir að hafa verið á lánssamningum á síðasta tímabili.

Celtic seldi Matt O'Riley til Brighton í vikunni og stjórinn Brendan Rodgers segir að fleiri leikmenn gætu komið til Celtic áður en glugganum verður lokað á föstudag.
Athugasemdir
banner