Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 11:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chiesa verður leikmaður Liverpool - Tombóluverð
Mynd: EPA
Ítalski kantmaður Federico Chiesa verður leikmaður Liverpool, allt við félagaskiptin er frágengið og á einungis eftir að kynna hann sem nýjan leikmann félagsins.

Félagaskiptasérfræðingurinn, Fabrizio Romano, setti 'Here we go!' stimpilinn sinn við félagaskiptin nú rétt í þessu.

Chiesa kostar um ellefu milljónir punda en sá verðmiði getur hækkað með árangurstengdum gjöldum. Liverpool kaupir hann frá Juventus og skrifar ítalski landsliðsmaðurinn undir fjögurra ára samning.

Chiesa, sem er 26 ára, var einn mest spennandi leikmaður Ítala áður en hann sleit krossband snemma árs 2022 og hefur síðan reglulega misst úr leiki síðan og ekki náð að sýna sömu gæði.

Juventus vill selja Chiesa í sumar þar sem hann er á háum launum hjá félaginu og á innan við eitt ár eftir af samningi sínum. Juventus greiddi alls tæplega 50 milljónir punda fyrir Chiesa á sínum tíma þegar hann kom frá Fiorentina.
Athugasemdir
banner