Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 23:04
Elvar Geir Magnússon
Drátturinn í enska deildabikarnum: Liverpool fær West Ham í heimsókn
Liverpool mun mæta West Ham.
Liverpool mun mæta West Ham.
Mynd: Getty Images
Hákon varði vítaspyrnu.
Hákon varði vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Deildabikarmeistarar Liverpool munu hefja titilvörnina á heimavelli gegn West Ham í þriðju umferð keppninnar. Dregið var í kvöld.

Alls verða þrír innbyrðis leikir milli úrvalsdeildarliða; Everton mætir Southampton á Goodison Park og Úlfarnir heimsækja Brighton.

D-deildarliðið Barrow mætir Chelsea og Wimbledon mætir Newcastle.

Hákon Rafn Valdimarsson og félagar í Brentford munu mæta Leyton Orient og Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston fá Fulham í heimsókn.

Leikirnir verða spilaðir á dögunum 16. - 23. september.

Þriðja umferð enska deildabikarsins:
Liverpool v West Ham
Manchester City v Watford
Arsenal v Bolton
Manchester United v Barnsley
Wycombe v Aston Villa
Coventry v Tottenham
Walsall v Leicester
Brentford v Leyton Orient
Blackpool v Sheffield Wednesday
Preston v Fulham
Everton v Southampton
QPR v Crystal Palace
Stoke v Fleetwood
Brighton v Wolves
AFC Wimbledon v Newcastle
Chelsea v Barrow
Athugasemdir
banner
banner