Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mið 28. ágúst 2024 11:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Endar Ramsdale hjá Southampton eftir allt saman?
Mynd: EPA
Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, gæti verið orðinn leikmaður Southampton í lok félagaskiptagluggans. En til þess að það gerist þá gæti Arsenal þurft að lækka verðmiðann á enska markverðinum sem félagið vill fá 30 milljónir punda fyrir.

Það er TalkSport sem greinir frá þessu. Dýrlingarnir eru í leit að markverði eftir að ekkert varð úr því að Justin Bijlow kæmi frá Feyenoord. Bijlow komst ekki í gegnum læknisskoðun og því duttu þau félagaskipti upp fyrir sig.

Southampton hefur verið með Ramsdale á laði í sumar og í gær var fjallað um það Wolves gæti ekki keypt hann út af of háum verðmiða. Wolves er frekar að horfa í Sam Johnstone hjá Crystal Palace sem kostar 10 milljónir punda.

Ef Ramsdale fer til Southampton þá þarf Arsenal að lækka verðmiðann eða leyfa Ramsdale að fara á láni, sem er eitthvað sem Arsenal er ekki jafnhrifið af.

Ramsdale er varamarkvörður fyrir David Raya hjá Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner