Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 21:19
Ívan Guðjón Baldursson
Enski deildabikarinn: Wimbledon sló Ipswich út - Newcastle hafði betur
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ensku úrvalsdeildarnýliðarnir Ipswich Town eru dottnir úr leik í enska deildabikarnum eftir tap gegn AFC Wimbledon, sem leikur í neðstu deild enska deildakerfisins, League Two.

Ipswich var talsvert sterkari aðilinn er liðin mættust í kvöld og tók forystuna snemma leiks með marki frá Ali Al-Hamadi, en heimamenn í London nýttu færin sín ótrúlega vel og sneru stöðunni við.

Omar Bugiel jafnaði metin fyrir leikhlé og tók Mathew Stevens forystuna snemma í síðari hálfleik eftir stoðsendingar frá Jake Reeves.

Ipswich sótti án afláts í leit að jöfnunarmarki og skoraði loks Conor Chaplin á 86. mínútu til að knýja leikinn í vítaspyrnukeppni.

Jack Taylor og Omari Hutchinson klúðruðu fyrir Ipswich sem tapaði vítakeppninni 4-2.

Á sama tíma mættust Nottingham Forest og Newcastle í úrvalsdeildarslag þar sem gestirnir frá Newcastle tóku forystuna eftir innan við 20 sekúndur þegar Joe Willock tókst að skora eftir skyndisókn.

Leikurinn var nokkuð jafn þar sem bæði lið fengu fín færi en Jota Silva jafnaði fyrir heimamenn í Nottingham í upphafi síðari hálfleiks.

Newcastle var sterkari aðilinn eftir leikhlé en bæði lið fengu færi og tókst ekki að skora. Því var farið í vítaspyrnukeppni, þar sem Ibrahim Sangaré og Taiwo Awoniyi brenndu af síðustu tveimur spyrnum heimamanna.

Newcastle vann því vítakeppnina og tryggði sig áfram í næstu umferð. Sandro Tonali lék fyrstu 62 mínútur leiksins í kvöld en hann er kominn til baka eftir bann.

Wimbledon 2 - 2 Ipswich
0-1 Ali Al-Hamadi ('3)
1-1 Omar Bugiel ('40)
2-1 Mathew Stevens ('56)
2-2 Conor Chaplin ('86)
4-2 í vítaspyrnukeppni

Nott. Forest 1 - 1 Newcastle
0-1 Joe Willock ('1)
1-1 Jota Silva ('50)
3-4 í vítaspyrnukeppni
Athugasemdir
banner
banner
banner