Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 21:32
Ívan Guðjón Baldursson
Hákon og félagar í Meistaradeildina - Elías í Evrópudeild og Andri í Sambandsdeild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru nokkrir leikir fram í forkeppnum Sambandsdeildarinnar og Meistaradeildarinnar í dag og í kvöld og komu þrír Íslendingar við sögu.

Í Meistaradeildinni var Hákon Arnar Haraldsson á sínum stað í byrjunarliði Lille sem tapaði á útivelli í Prag, höfuðborg Tékklands, en tókst þrátt fyrir það að tryggja sér sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í haust.

Lille tapaði 2-1 á útivelli í kvöld eftir að hafa unnið heimaleikinn 2-0 og fer því áfram með samanlagðan 3-2 sigur.

Hákon spilaði fyrstu 85 mínúturnar í kvöld á sama tíma og Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjylland á útivelli gegn Slovan Bratislava í Slóvakíu.

Liðin höfðu gert jafntefli í fyrri leiknum í Danmörku og ríkti mikið jafnræði í opnum og skemmtilegum leik í kvöld þar sem bæði lið fengu mikið af frábærum færum en gestirnir frá Danmörku voru með forystuna allt þar til á lokakaflanum.

Heimamönnum í Bratislava tókst þá að snúa leiknum við með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla til að tryggja sér sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar.

Elías Rafn og félagar í Midtjylland munu því ekki leika í Meistaradeildinni í haust, heldur fara þeir beint inn í deildarkepni Evrópudeildarinnar.

Að lokum var Andri Lucas Guðjohnsen í byrjunarliði belgíska félagsins Gent sem tryggði sér sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

Gent tók á móti Partizan frá Belgrad og vann 1-0 eftir að hafa unnið fyrri leikinn á útivelli með sama mun. Andri spilaði fyrstu 65 mínúturnar áður en honum var skipt af velli þegar staðan var enn markalaus.

Í öðrum leikjum kvöldsins komust Dinamo Zagreb og Rauða stjarnan, Crvena zvezda, í deildarkeppni Meistaradeildarinnar með góðum sigrum gegn Qarabag og Bodö/Glimt, sem munu leika í Evrópudeildinni.

Tyrkneska félagið Istanbul Basaksehir tryggði sér þá þátttöku í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar með sigri á St. Patricks frá Írlandi, 2-0 samanlagt.

Slavia Prag 2 - 1 Lille (2-3 samanlagt)
1-0 C. Zafeiris ('5)
1-1 Edon Zhegrova ('77)
2-1 Ivan Schranz ('84)

Slovan Bratislava 3 - 2 Midtjylland (4-3 samanlagt)
1-0 M. Tolic ('33)
1-1 A. Simsir ('41)
1-2 Franculino ('50)
2-2 M. Tolic ('82)
3-2 T. Barseghyan ('86)

Gent 1 - 0 Partizan (2-0 samanlagt)
1-0 M. Delorge-Knieper ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner