Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mið 28. ágúst 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Hvetur Man Utd til að reka Ten Hag og ráða Zidane
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Yorke vill fá Zinedine Zidane inn
Yorke vill fá Zinedine Zidane inn
Mynd: EPA
Fyrrum United-maðurinn Dwight Yorke vill að félagið losi sig við hollenska stjórann Erik ten Hag og fái Zinedine Zidane til að taka við keflinu.

Yorke, sem myndaði saman sterka sóknarlínu með Andy Cole frá 1998 til 2002, hefur sterkar skoðanir á stjóramálum félagsins, en hann vill að félagið verði aftur það besta á Bretlandseyjum.

Til þess að það geti gerst telur hann að United þurfi að losa sig við Erik ten Hag og fá inn franska þjálfarann Zinedine Zidane, sem vann Meistaradeildina fjórum sinnum sem þjálfari Real Madrid.

„Erik ten Hag er góður stjóri en það er munur á að vera góður stjóri og heimsklassa stjóri. United þarf stjóra sem kemur inn með ákveðin gæði. United mun vera í basli þangað til það finnur þann stjóra. Það er fullkominn kostur á markaðnum sem getur lyft félaginu upp og staðist væntingar. Sá stjóri er Zinedine Zidane.“

„Ten Hag getur ekki laðað stór nöfn inn í félagið á meðan Zidane er heimsklassa stjóri sem getur fengið bestu leikmenn heims og fengið alla með sér í lið að koma United á betri stað. Stærstu nöfnin í fótboltaheiminum myndu gera hvað sem er til að spila fyrir Zidane ef hann færi til United. Í augnablikinu hefur United ekki það sem þarf til þess að fá þessa leikmenn sem munu spila aðlaðandi fótbolta og vinna stóra titla,“
sagði Yorke við Lord Ping.

Sir Jim Ratcliffe, mikill stuðningsmaður United og eigandi INEOS, keypti 27,7 prósent hlut í United snemma á þessu ári. Hann framlengdi samning Ten Hag hjá United til 2026 í sumar eftir að liðið vann enska bikarinn.

„Þú verður ekki einn af ríkustu mönnum Bretlandseyja án þess að vera grimmur. Ég held að Sir Jim Ratcliffe verði eins þegar það kemur að stjórum. Hann er augljóslega mjög farsæll enda kemstu ekkert á toppinn með því að vera vingjarnlegur. Þú þarft að vera grimmur í viðskiptum og það er eins með fótboltann.“

„Ten Hag mun ekki geta falið sig og þó hann hafi fengið nýjan samning þá er félagið samt að búast við því að hann muni snarbæta úrslitin strax. Núna hefur liðið tapað fyrir Brighton og rétt slefað yfir Fulham, þannig ég held að Ratcliffe eigi ekki eftir að hika við að gera breytingar,“
sagði Yorke.
Athugasemdir
banner
banner
banner