Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 16:15
Elvar Geir Magnússon
ÍR, ÍBV, Þór, KFA og Vængir fá sektir vegna hegðunar áhorfenda
Stuðningsmenn ÍBV kveiktu á blysum.
Stuðningsmenn ÍBV kveiktu á blysum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ birti í dag úrskurði úr agamálum og voru alls fimm félög sektuð vegna framkomu áhorfenda, þar af þrjú í Lengjudeild karla.

Gróft orðbragð og dós kastað að dómara
Hæstu sektina fær ÍR, samtals 150 þúsund krónur í tveimur málum. Fyrra málið er vegna blysa í leik gegn Gróttu en seinna málið er vegna hegðunar áhorfenda Breiðholtsliðsins í leik gegn Þrótti.

„Gróft orðbragð og framkoma við gestalið og dómara leiksins, einn kastaði krumpaðri áldós í átt að aðstoðardómara. Einn stuðningsmaður heimaliðsins hafði sig mest í frammi, sá sem kastaði. Aðalstuðningshópur virtist hafa meiri áhuga að hnýta í prúða áhorfendur gestanna, en að hvetja sitt lið. Ekki til eftirbreytni og sóma fyrir heimaliðið," segir í skýrslu eftirlitsmanns.

Sektir vegna blysa
ÍBV fær 50 þúsund króna sekt þar sem stuðningsmenn liðsins kveiktu á blysum eftir stórsigur í toppslagnum gegn Fjölni þann 9. ágúst. Sömu sekt fær KFA en stuðningsmenn liðsins kveiktu á blysum eftir grannslag við Hött/Huginn.

Þór fær 25 þúsund króna sekt vegna framkomu áhorfanda í leik liðsins við Stjörnuna í Mjólkurbikarkeppni karla. Stuðningsmaður liðsins var með gjallarhorn og var með leiðinleg og dónaleg ummæli um dómara og þjálfara í leiknum segir í skýrslu eftirlitsmanns.

Þá fá Vængir Júpiters í 3. deildinni 75 þúsund króna sekt vegna framkomu áhorfanda og ónógrar gæslu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner