Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
Johnstone í læknisskoðun hjá Wolves - Sá á leið burt?
Mynd: EPA
Sam Johnstone er í læknisskoðun hjá Wolves þessa stundina og verður að öllum líkindum kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næsta sólarhring.

Wolves kaupir Johnstone fyrir um 10 milljónir punda og kemur hann til félagsins úr röðum Crystal Palace, þar sem hann er varaskeifa fyrir Dean Henderson.

Johnstone mun berjast við José Sá um byrjunarliðssætið hjá Wolves, ef Sá verður áfram hjá félaginu. Það er áhugi á honum frá Sádi-Arabíu og gæti portúgalski markvörðurinn verið keyptur burt frá Wolverhampton á næstu dögum.

Johnstone er 31 árs gamall og á hann fjóra A-landsleiki að baki fyrir England. Hann ólst upp hjá Manchester United og á leiki að baki fyrir Aston Villa og West Bromwich Albion auk Crystal Palace.

Sá er einnig 31 árs gamall og hefur verið aðalmarkvörður Wolves frá komu sinni til félagsins fyrir þremur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner