Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 17:16
Elvar Geir Magnússon
Leik Feyenoord og Ajax frestað vegna verkfalls lögreglumanna
Mynd: Getty Images
Búið er að fresta viðureign Feyenoord og Ajax í hollensku úrvalsdeildinni vegna verkfalls lögreglumanna.

Lögregluþjónar meiddust í óeirðum í viðureign þessara liða í september. Blysum og flugeldum var kastað á völlinn og leikurinn var stöðvaður eftir 56 mínútur.

Hann var kláraður þremur dögum síðar, bak við luktar dyr.

Þessar óeirðir tengjast þó verkfallinu ekki, ástæðan er mótmæli vegna reglugerðar um snemmbúin starfslok lögreglumanna í Hollandi.

De Klassieker, eins og viðureign Feyenoord og Ajax er kölluð, átti að vera á De Kuip leikvangnum í Rotterdam um helgina.

„Öryggi leikmanna og almennings getur ekki verið tryggt nema með lögreglunni," segir Ahmed Aboutaleb, borgarstjóri í Rotterdam.
Athugasemdir
banner
banner
banner