Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 12:14
Elvar Geir Magnússon
Leikjadráttur Meistaradeildarinnar er á morgun - Svona virkar hann
Meistaradeildin stendur undir nafni!
Meistaradeildin stendur undir nafni!
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Samsett
Eins og flestir lesendur vita verða Evrópukeppnirnar með nýju fyrirkomulagi þetta tímabilið en á morgun verður dregið í Meistaradeildinni.

Búið er að afnema riðlakeppnina og í staðinn raðast liðin á eina 36 liða deildartöflu. Í Meistaradeildinni leikur hvert lið átta leiki í deildarkeppninni (fjóra heima og fjóra úti).

Hvernig virkar drátturinn þá?
Liðunum er raðað í fjóra styrkleikaflokka. Hvert lið mætir tveimur andstæðingum úr hverjum potti, einum á heimavelli og hinum á útivelli.

Lið verða dregin úr potti og svo mun hugbúnaður UEFA ákveða hvaða átta liðum þau mæta.

Með þessu breytta fyrirkomulagi verða fleiri leiki milli stærstu liðanna. Sem dæmi getur Manchester City mætt Real Madrid, Bayern München eða Barcelona í deildarkeppninni.

Lið geta ekki dregist gegn andstæðingum frá sínu landi og hvert lið getur aðeins tvisvar spilað gegn liði frá sama landinu.

Hvernig er nýja fyrirkomulagið?
Átta efstu liðin í deildinni munu komast í 16-liða úrslit, lið sem enda í sætum 9-24 munu komast í tveggja leikja umspilseinvígi um að komast í 16-liða úrslitin.

Þau lið sem enda í 25. sæti og neðar falla úr leik. Þau munu ekki fara í Evrópudeildina.

Frá og með 16-liða úrslitum verður svo Meistaradeildin spiluð með hefðbundnum hætti og úrslitaleikurinn verður í München þetta tímabilið.

Með nýja fyrirkomulaginu mun leikjum fjölga úr 125 í 189. Hvert lið spilar að minnsta kosti átta leiki (áður voru það sex) og í mesta lagi sautján.

Deildarkeppnin verður til loka janúar en endar ekki fyrir áramót.

Liðin sem verða í drættinum:
England: Man City, Arsenal, Liverpool, Aston Villa
Spánn: Real Madrid, Barcelona, Girona, Atletico Madrid
Ítalía: Inter, AC Milan, Juventus, Atalanta, Bologna
Þýskaland: Bayer Leverkusen, Stuttgart, Bayern München, RB Leipzig, Borussia Dortmund
Frakkland Paris St-Germain, Mónakó, Brest
Holland: PSV Eindhoven, Feyenoord
Portúgal: Sporting Lisbon, Benfica
Belgía: Club Brugge
Skotland: Celtic
Austurríki: Sturm Graz, Salzburg
Úkraína: Shakhtar Donetsk
Sviss: Young Boys
Tékkland: Sparta Prag

Í kvöld ræðst hvaða fjögur lið bætast við í gegnum umspilið.


Athugasemdir
banner
banner