Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mið 28. ágúst 2024 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool hafnaði tilboði frá Leverkusen
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Liverpool hafi hafnað lánstilboði frá Bayer Leverkusen fyrir miðjumanninn efnilega Tyler Morton, sem er 21 árs gamall.

Þýskalandsmeistarar Leverkusen hafa áhuga á Morton sem gerði flotta hluti á láni hjá Blackburn Rovers og Hull City í Championship deildinni síðustu tvö tímabil.

Morton kom við sögu í níu keppnisleikum með Liverpool tímabilið 2021-22 en hefur síðan þá verið úti á láni.

Sky heldur því fram að Liverpool ætli sér ekki að lána Morton út fyrir gluggalok. Arne Slot hyggst nota hann í vetur.

Morton á 6 leiki að baki fyrir yngri landslið Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner